Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Pólitísk leikatriði 14. maí 2010 06:00 Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar