Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja 1. desember 2010 00:30 Ekki hrifin Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með andúð sína á framtaki Wikileaks.fréttablaðið/AP Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira