Hugvekja við áramót Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. desember 2010 05:45 Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun