McDowell vann US Open - Tiger fjórði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2010 08:59 McDowell hér með bikarinn í nótt. Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira