Brosnan hermdi ekki eftir Tony Blair 8. apríl 2010 06:00 Brosnan þykir ansi líkur Tony Blair í kvikmyndinni The Ghost Writer. Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér." Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér."
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp