Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli 24. október 2010 18:20 Fernando Alonso fagnar í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira