Schumacher fagnaði Vettel eftir að hafa lent í stórhættu í lokamótinu 14. nóvember 2010 21:42 Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira