Hamilton vill frekar stýra bíl en dansa 31. maí 2010 15:17 Nicole Scherzinger fagnar Lewis Hamilton eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira