Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur 20. nóvember 2010 06:30 Gunnar Rúnar Sigurþórsson var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. fréttablaðið/Vilhelm „Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. jss@frettabladid.is Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. jss@frettabladid.is
Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06