Schumacher nálægt því að vera vísað úr keppni 3. ágúst 2010 14:10 Michael Schumacher á mótsstað í Búdapest um helgina. Mynd: Getty Images Dómarar Formúlu 1 mótsins í Búdapest í Ungverjalandi voru nálægt því að vísa Michael Schumacher úr keppninni fyrir brot gegn Rubens Barrichello, sem fór framúr Schumacher eftir að hann hafði þrengt að Barrichello á mikilli ferð. Dereck Warwick sem var meðal dómara á móti sagði þetta í viðtali við BBC 5 samkvæmt frétt á autosport.com. Dómurum gafst bara ekki tími til að dæma hann úr keppni, þar sem skoða þurfti myndbönd gaumgæfilega áður en úrskurðað var. Dómarar ákváðu að gefa Schumacher 10 sæta refsingu eftir tímatökuna á Spa brautinni sem verður næsti vettvangur Formúlu 1. Barrichello heyrðist segja það í talkerfið við lið sitt að Schumacher ætti að fá svarta flaggið, en slíkt þýðir að menn eru dæmdir úr keppni. "Að sýna svarta flaggið hefði verið sýnt yngri ökumönnum fordæmi, en við höfðum ekki tíma til þess, eftir að hafa skoðaða sönnunargögnin", sagði Warwick, en hann er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Við ræddum við Barrichello og Schumacher og viðbrögð Schumacher ollu mér vonbrigðum. Við sáum okkur ekki annað fært en refsa honum með 10 sæta refsingu. Ef fleiri hringir hefðu verið eftir, þá hefðum við dæmt hann úr leik. En það þarf líka að gæta að því að allir dómarar séu sammála og að skoða gögnin vel." Warwick sagði að til greina hefði komið að banna Schumacher að keppa í næstu 1-2 mótum, en 10 sæta refsingin hefði verið látinn duga. Hann sagðist vona að Schumacher lærði að dómarar muni ekki liða akstursmáta af því tagi sem hann sýndi gagnvart Barrichello. Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Dómarar Formúlu 1 mótsins í Búdapest í Ungverjalandi voru nálægt því að vísa Michael Schumacher úr keppninni fyrir brot gegn Rubens Barrichello, sem fór framúr Schumacher eftir að hann hafði þrengt að Barrichello á mikilli ferð. Dereck Warwick sem var meðal dómara á móti sagði þetta í viðtali við BBC 5 samkvæmt frétt á autosport.com. Dómurum gafst bara ekki tími til að dæma hann úr keppni, þar sem skoða þurfti myndbönd gaumgæfilega áður en úrskurðað var. Dómarar ákváðu að gefa Schumacher 10 sæta refsingu eftir tímatökuna á Spa brautinni sem verður næsti vettvangur Formúlu 1. Barrichello heyrðist segja það í talkerfið við lið sitt að Schumacher ætti að fá svarta flaggið, en slíkt þýðir að menn eru dæmdir úr keppni. "Að sýna svarta flaggið hefði verið sýnt yngri ökumönnum fordæmi, en við höfðum ekki tíma til þess, eftir að hafa skoðaða sönnunargögnin", sagði Warwick, en hann er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Við ræddum við Barrichello og Schumacher og viðbrögð Schumacher ollu mér vonbrigðum. Við sáum okkur ekki annað fært en refsa honum með 10 sæta refsingu. Ef fleiri hringir hefðu verið eftir, þá hefðum við dæmt hann úr leik. En það þarf líka að gæta að því að allir dómarar séu sammála og að skoða gögnin vel." Warwick sagði að til greina hefði komið að banna Schumacher að keppa í næstu 1-2 mótum, en 10 sæta refsingin hefði verið látinn duga. Hann sagðist vona að Schumacher lærði að dómarar muni ekki liða akstursmáta af því tagi sem hann sýndi gagnvart Barrichello.
Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti