Frá París Einar Benediktsson skrifar 15. janúar 2010 06:00 Það var vissulega mikið ánægjuefni að geta verið um hátíðarnar hjá afkomendum okkar á gömlum slóðum í París. Merkilegt var að koma heim í hlýviðri eftir frostið í París! Ekki held ég að Ísland hafi verið á hvers manns vör þar um slóðir frá því um árið að Frakkar fögnuðu komu Vigdísar Finnbogadóttur, nýkjörnum forseta Íslands. Áður en Icesave-fárviðri Ólafs Ragnars brast á, var lítið á Ísland minnst í frönskum fjölmiðlum, að öðru leyti en því að fram undan væri umrædd ákvörðun forseta Íslands. Þegar sú ákvörðun lá fyrir, stóð ekki á sumpart neikvæðri umfjöllun fremur en víða annars staðar. Frásögn Le Figaro var málefnaleg en hjá öðrum gætti þess misskilnings að um væri að ræða þá ákvörðun að ganga með öllu frá umsömdum skuldbindingum. Verstu útreiðina fengum við strax í Le Monde úr penna Gérard Lemarquis nokkurs sem búsettur er í Reykjavík. En þessi blaðaskrif gengu yfir á einum tveim dögum. Ég leit við á sendiráði Íslands á avenue Victor Hugo. Þórir Ibsen sem nýlega tók við starfi sendiherra í París er maður starfinu vaxinn. Hann sagði mér frá margvíslegum aðgerðum sem strax voru hafnar til að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri stöðu í Icesave-málinu og ekki skorti efni og fyrirmæli frá utanríkisráðuneytinu. Viðhorf líðandi stundarSvo að eitthvað sé sagt frá þessari dvöl annað en þetta varðandi Icesave, þá var ánægjulegt að eiga þarna snertingu við Evrópuviðhorf líðandi stundar. Það fékkst m.a. með lestri á tveggja vikna syrpu af fróðlegum og skemmtilega skrifuðum heilsíðugreinum í Figaro um stöðuna í ýmsum aðildarríkjum ESB. Þeim lauk með grein um Slóveníu og lofsorði á höfuðborgina : Lubljana, si naturellement européenne eða L. svo eðlilega evrópsk, var yfirskriftin. Gagnstætt því sem er um öll önnur fyrrum austurblokkarlönd í ESB nema Eistland, segir Figaro aðild Slóvena hafa borið hinn fullkomna árangur. Höfuðborgin er sýnd sem ímynd friðsamrar og hamingjusamrar Evrópu. Um Eistland, nokkru minna þjóðfélag, er það sama að segja, að stefnt hröðum skrefum að því að ná velmegunarstaðli Vestur-Evrópu. Í Eistlandi, eins og í Lettlandi og Litháen, vofir enn yfir martröð seinni heimsstyrjaldarinnar og Stalíntímans enda söguupplifun þeirra sérstök; Rússland er ekki sama ógnin og Sovétríkin í kalda stríðinu, en er samt lítt treystandi. Eistland rífur sig áfram og verður hugsanlega Sviss norðursins. Þar segja menn sig hafa verið andlega undirbúna að taka fullan þátt í vestrænu þjóðfélagi við að hafa notið finnska sjónvarpsins frá 1958. Pólland með sínar 38 milljónir íbúa er risinn í Mið-Evrópu og ætla sér líka mikið. Einkavæðing og erlendar fjárfestingar eru lykilatriði og ekki er kvartað út af fortíðinni; komnir inn í Evrópu réttum megin, ætla Pólverjar sér að ná öðrum með tvöföldum hagvexti Þjóðverja og Frakka. Athyglisvert er, segir Figaro, að Þjóðverjar stíla upp á nýja þjóðarímynd endurspeglaðri í Berlín, miklu glæsilegri en fyrr. Svo er að skilja að Ungverjar hafi hlaupið út undan sér í kreppunni, gerst all öfgafullir til hægri og hrifning af Evrópusamstarfi dvínað. Eyðilegging Ceausescus á rúmensku þjóðfélagi var ægileg enda það niðurbrotið. Þar eins og í Búlgaríu var í raun aðeins um að ræða hallarbyltingar kommúnista 1989. Í hvorugu þessara landa hefur verið litið í spegilinn og efnt til alvöru söguskoðunar. Slök peningamálastjórn ESB-aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjármálakreppu, þótt evran kæmi til bjargræðis gegn algjöru hruni bankakerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt sá sé munur á Írlandi og Íslandi, þá sagði í leiðaragrein í International Herald Tribuneer að hin mikla þjóðargleði vegna ímyndaðs þjóðarauðs uppgangsskeiðsins væri horfin og „Irish eyes aren"t smiling“. Það er víðar pottur brotinn en á Íslandi. „Stóra núllið“Það getur verið gott að líta aðeins út fyrir túngarð heimabýlisins enda það meðfram tilangur með þessari Parísardvöl. Farið var að kalla fyrsta áratug 21. aldarinnar „Stóra núllið“ því ekkert hafði þá komið þjóðfélögum til ávinnings. Og víst stöndum við uppi með skerta þjóðarframleiðslu, mikið áfall í rekstri fyrirtækja utan sjávarútvegs og í högum heimila landsins. En Íslendingar geta líka margt lært af hruninu okkur til góðs í því átaki uppbyggingar sem fram undan er og hafa síst efni á að bæta stjórnmálakreppu við hina efnahagslegu. Hitti Sarkozy Frakklandsforseti ekki naglann á höfuðið fyrir landsmenn sína og aðra í ávarpi sínu á gamlárskvöld um að nú þyrfti að endurnýja meiningu orðsins „fraternité“ – bræðralag? Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það var vissulega mikið ánægjuefni að geta verið um hátíðarnar hjá afkomendum okkar á gömlum slóðum í París. Merkilegt var að koma heim í hlýviðri eftir frostið í París! Ekki held ég að Ísland hafi verið á hvers manns vör þar um slóðir frá því um árið að Frakkar fögnuðu komu Vigdísar Finnbogadóttur, nýkjörnum forseta Íslands. Áður en Icesave-fárviðri Ólafs Ragnars brast á, var lítið á Ísland minnst í frönskum fjölmiðlum, að öðru leyti en því að fram undan væri umrædd ákvörðun forseta Íslands. Þegar sú ákvörðun lá fyrir, stóð ekki á sumpart neikvæðri umfjöllun fremur en víða annars staðar. Frásögn Le Figaro var málefnaleg en hjá öðrum gætti þess misskilnings að um væri að ræða þá ákvörðun að ganga með öllu frá umsömdum skuldbindingum. Verstu útreiðina fengum við strax í Le Monde úr penna Gérard Lemarquis nokkurs sem búsettur er í Reykjavík. En þessi blaðaskrif gengu yfir á einum tveim dögum. Ég leit við á sendiráði Íslands á avenue Victor Hugo. Þórir Ibsen sem nýlega tók við starfi sendiherra í París er maður starfinu vaxinn. Hann sagði mér frá margvíslegum aðgerðum sem strax voru hafnar til að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri stöðu í Icesave-málinu og ekki skorti efni og fyrirmæli frá utanríkisráðuneytinu. Viðhorf líðandi stundarSvo að eitthvað sé sagt frá þessari dvöl annað en þetta varðandi Icesave, þá var ánægjulegt að eiga þarna snertingu við Evrópuviðhorf líðandi stundar. Það fékkst m.a. með lestri á tveggja vikna syrpu af fróðlegum og skemmtilega skrifuðum heilsíðugreinum í Figaro um stöðuna í ýmsum aðildarríkjum ESB. Þeim lauk með grein um Slóveníu og lofsorði á höfuðborgina : Lubljana, si naturellement européenne eða L. svo eðlilega evrópsk, var yfirskriftin. Gagnstætt því sem er um öll önnur fyrrum austurblokkarlönd í ESB nema Eistland, segir Figaro aðild Slóvena hafa borið hinn fullkomna árangur. Höfuðborgin er sýnd sem ímynd friðsamrar og hamingjusamrar Evrópu. Um Eistland, nokkru minna þjóðfélag, er það sama að segja, að stefnt hröðum skrefum að því að ná velmegunarstaðli Vestur-Evrópu. Í Eistlandi, eins og í Lettlandi og Litháen, vofir enn yfir martröð seinni heimsstyrjaldarinnar og Stalíntímans enda söguupplifun þeirra sérstök; Rússland er ekki sama ógnin og Sovétríkin í kalda stríðinu, en er samt lítt treystandi. Eistland rífur sig áfram og verður hugsanlega Sviss norðursins. Þar segja menn sig hafa verið andlega undirbúna að taka fullan þátt í vestrænu þjóðfélagi við að hafa notið finnska sjónvarpsins frá 1958. Pólland með sínar 38 milljónir íbúa er risinn í Mið-Evrópu og ætla sér líka mikið. Einkavæðing og erlendar fjárfestingar eru lykilatriði og ekki er kvartað út af fortíðinni; komnir inn í Evrópu réttum megin, ætla Pólverjar sér að ná öðrum með tvöföldum hagvexti Þjóðverja og Frakka. Athyglisvert er, segir Figaro, að Þjóðverjar stíla upp á nýja þjóðarímynd endurspeglaðri í Berlín, miklu glæsilegri en fyrr. Svo er að skilja að Ungverjar hafi hlaupið út undan sér í kreppunni, gerst all öfgafullir til hægri og hrifning af Evrópusamstarfi dvínað. Eyðilegging Ceausescus á rúmensku þjóðfélagi var ægileg enda það niðurbrotið. Þar eins og í Búlgaríu var í raun aðeins um að ræða hallarbyltingar kommúnista 1989. Í hvorugu þessara landa hefur verið litið í spegilinn og efnt til alvöru söguskoðunar. Slök peningamálastjórn ESB-aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjármálakreppu, þótt evran kæmi til bjargræðis gegn algjöru hruni bankakerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt sá sé munur á Írlandi og Íslandi, þá sagði í leiðaragrein í International Herald Tribuneer að hin mikla þjóðargleði vegna ímyndaðs þjóðarauðs uppgangsskeiðsins væri horfin og „Irish eyes aren"t smiling“. Það er víðar pottur brotinn en á Íslandi. „Stóra núllið“Það getur verið gott að líta aðeins út fyrir túngarð heimabýlisins enda það meðfram tilangur með þessari Parísardvöl. Farið var að kalla fyrsta áratug 21. aldarinnar „Stóra núllið“ því ekkert hafði þá komið þjóðfélögum til ávinnings. Og víst stöndum við uppi með skerta þjóðarframleiðslu, mikið áfall í rekstri fyrirtækja utan sjávarútvegs og í högum heimila landsins. En Íslendingar geta líka margt lært af hruninu okkur til góðs í því átaki uppbyggingar sem fram undan er og hafa síst efni á að bæta stjórnmálakreppu við hina efnahagslegu. Hitti Sarkozy Frakklandsforseti ekki naglann á höfuðið fyrir landsmenn sína og aðra í ávarpi sínu á gamlárskvöld um að nú þyrfti að endurnýja meiningu orðsins „fraternité“ – bræðralag? Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun