Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar 9. nóvember 2010 10:58 Mark Webber, Sebastian Vettel, og Christian Horner hjá Red Bull á verðlaunapallinum í Brasilíu ásamt Fernando Alonso. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Alonso er efstur með 246 stig í stigamóti ökumanna, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Í ljósi þess að Red Bull menn unnu mótið í Brasilíu á sunnudaginn tvöfalt, með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber og Vettel og Webber voru líka í fyrsta sæti og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra, sem verður líka lokamótið í ár, þá er trúlega mest spáð í hvað Alonso þarf að gera verði annar Red Bull ökumannanna sigurvegari á sunnudaginn. Ef Webber vinnur mótið í Abi Dhabi, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að landa meistaratitlinum, Webber væri þá með 263 stig, en Alonso 264. Ef Vettel vinnur mótið, þá dugar Alonso að ná fjórða sæti til að hampa titlinum í stað Vettels, ekki því fimmta eins og sagt var frá á visir.is í gær og er beðist velvirðingar því. Ef Alonso verður fimmti og Vettel fyrstur, þá fengju báðir 256 stig og þeir væru báðir með sama árangur hvað varðar fyrsta, annað og þriðja sæti. En Vettel fengi titilinn, þar sem hann er búinn að vera þrisvar í fjórða sæti, en Alonso bara tvisvar. Svo bætist við þetta að ef Webber nær öðru sæti á eftir Vettel, þá yrði hann líka með 256 stig, en 4 sigra en Alonso og Vettel 5 og Webber tapar því fyrir þeim. Lewis Hamilton á líka möguleika en verður að vinna í Abu Dhabi og fær þá 247 stig. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. Svo getur Alonso einfaldlega unnið mótið og ekkert verið að spá í stigin, sem virðist vera markmið Ferrari að sögn Stefano Domenicali, yfirmanns liðsins. Hann segir að þeir muni reyna allt til að vera fljótastir í tímatökum og kappakstrinum. Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Alonso er efstur með 246 stig í stigamóti ökumanna, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Í ljósi þess að Red Bull menn unnu mótið í Brasilíu á sunnudaginn tvöfalt, með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber og Vettel og Webber voru líka í fyrsta sæti og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra, sem verður líka lokamótið í ár, þá er trúlega mest spáð í hvað Alonso þarf að gera verði annar Red Bull ökumannanna sigurvegari á sunnudaginn. Ef Webber vinnur mótið í Abi Dhabi, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að landa meistaratitlinum, Webber væri þá með 263 stig, en Alonso 264. Ef Vettel vinnur mótið, þá dugar Alonso að ná fjórða sæti til að hampa titlinum í stað Vettels, ekki því fimmta eins og sagt var frá á visir.is í gær og er beðist velvirðingar því. Ef Alonso verður fimmti og Vettel fyrstur, þá fengju báðir 256 stig og þeir væru báðir með sama árangur hvað varðar fyrsta, annað og þriðja sæti. En Vettel fengi titilinn, þar sem hann er búinn að vera þrisvar í fjórða sæti, en Alonso bara tvisvar. Svo bætist við þetta að ef Webber nær öðru sæti á eftir Vettel, þá yrði hann líka með 256 stig, en 4 sigra en Alonso og Vettel 5 og Webber tapar því fyrir þeim. Lewis Hamilton á líka möguleika en verður að vinna í Abu Dhabi og fær þá 247 stig. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. Svo getur Alonso einfaldlega unnið mótið og ekkert verið að spá í stigin, sem virðist vera markmið Ferrari að sögn Stefano Domenicali, yfirmanns liðsins. Hann segir að þeir muni reyna allt til að vera fljótastir í tímatökum og kappakstrinum.
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira