Fagnaðarefni Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2011 10:46 Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun