Að standa í lappirnar Vésteinn Ólason skrifar 28. febrúar 2011 09:29 Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar