Að standa í lappirnar Vésteinn Ólason skrifar 28. febrúar 2011 09:29 Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lögmaður hlynntur því að þjóðin hafni Icesave-lögunum sagði í Kastljósi að siðaðar þjóðir færu með mál sín fyrir dómstóla. Flestir lögmenn telja þó betra að semja um mál, og siðaðar þjóðir standa við yfirlýsingar sínar. Allt frá hruni hafa ríkisstjórnir Íslands (og reyndar forsetinn) sagt að Ísland vilji semja um Icesave. Þeir sem ætla að hafna samningnum nú vilja ekki semja. Þeir tala um áhættu af að semja en þegja um áhættuna af að semja ekki. Lögmaðurinn sagði einnig að Íslendingar ættu ekki að beygja sig fyrir hótunum um ofbeldi. Er það ofbeldi að nenna ekki að tala við þá sem ekki er hægt að semja við, að vilja ekki lána þeim sem ekki standa við orð sín? Icesave-skuldin er annars eðlis en þær skuldir óreiðumanna sem útlend fyrirtæki og stofnanir verða að taka á sig og skipta þúsundum milljarða króna. Dapurlegt er þegar ungt fólk fellur fyrir kokhraustri þjóðrembu af því tagi sem einkenndi tal útrásarvíkinga og málsvara þeirra. Þegar lagt er mat á tilgang þeirra sem harðast berjast gegn samningnum er hollt að muna orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi drengilegra að hugsa um þjóðarhag en nýja leiki í baráttu gegn ríkisstjórninni. Nú kemur til kasta 44 alþingismanna að útskýra fyrir þjóðinni sem kaus þá hvers vegna þeir samþykktu þennan nýja samning. Ef þeir draga lappirnar í umræðunni verða áreiðanlega margir sem ekki nenna á kjörstað í næstu alþingiskosningum. Vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram — og kemur þó ekki á óvart úr þeirri átt — er tillaga Þórs Saari að hvorki alþingismenn né samningamenn megi tjá sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta eru þó þeir sem hafa lagt mesta vinnu í að kynna sér málið. Sú þjóð stendur ekki í lappirnar sem reynir að komast hjá því að standa við orð sín. Þeir sem standa við orð sín standa í lappirnar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar