Körfubolti

Fjölnir vann á Ísafirði og sendi Hamar niður í fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnismenn fögnuðu sigri í Jakanum í kvöld.
Fjölnismenn fögnuðu sigri í Jakanum í kvöld. Mynd/Valli
Fjölnismenn unnu dýrmætan 101-94 sigur á KFÍ á Ísafirði í Iceland Express deild karla í kvöld en tapið þýðir að Ísfirðingar þurfa nú kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Fjölnir er hinsvegar i betri málum því liðið komst upp fyrir Hamar og upp úr fallsæti með þessum sigri.

KFÍ hafði unnið tvo heimaleiki í röð fyrir leikinn og hefði með sigri verið komið í allt aðra og betri stöðu í baráttu sinni fyrir að halda sæti sínu í deildinni. Tapið þýðir hinsvegar að KFÍ er fjórum stigum á eftir Hamar og Fjölnir þegar aðeisnn sex stig eru eftir í pottinum auk þess að KFÍ er með lakari innbyrðisstöðu á móti báðum liðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×