Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 21:07 Guðmundur Jónsson lék vel í kvöld. Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira