Sanngjarna umfjöllun um Icesave Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. febrúar 2011 05:45 orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun