Golf

Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Tiger Woods er á  meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð
Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð Nordic Photos/Getty Images
Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli.

Staða kylfinga á heimslistanum ræður í hvaða riðli þeir leika en fjórir efstu kylfingarnir á heimslistanum Lee Westwood, Martin Kaymer, Tiger Woods og Phil Mickelson geta ekki mætt hvorum öðrum fyrr en í undanúrslitum.

Lee Westwood frá Englandi, sem er efstur á heimslistanum, mætir Henrik Stenson frá Svíþjóð í fyrstu umferð. Phil Mickelson leikur gegn Brendan Jones frá Ástralíu.

Martin Kaymer frá Þýskalandi mætir Seung yul Noh frá Suður-Kóreu og Rory McIlroy frá Norður-Írlandi leikur gegn Jonathan Byrd frá Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×