Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 23:45 Jesper Gronkjær á æfingu með FCK fyrir Chelsea-leikinn á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn