Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 21:47 Börsungar fagna í kvöld. Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira