Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Jón Gnarr skrifar 5. mars 2011 11:07 Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun