Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 3. mars 2011 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30