Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir.
Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.
Þar með byrjaði vikulöng keppni milli þeirra félaga en þeir leggja það í hendur lesenda Vísis að velja hvort sýnishornið er betra. Lesendur eru hvattir til að horfa á bæði sýnishornin á og kjósa síðan hvort er betra.
Báðir fengu þeir til sín fjöldann allan af fagfólki og voru ótrúlega margir til í að gefa til vinnu sína fyrir þessa skemmtilegu keppni. Bragi Þór Hinriksson leikstýrir trailer Sveppa. Hannes Þór Halldórsson leikstýrir trailer Audda og Kristján Sturla Bjarnason samdi tónlistina.
Kíkið á þessi mögnuðu verk strákanna og kjósið svo. Hér eru hlekkir á sýnishornin og kosninguna:
Chroma Key með Sveppa
Leynilögga með Audda
Hvort sýnishornið var betra? Kjóstu hér!
