Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2011 20:56 Hörður Axel Vilhjálmsson. Mynd/Daníel Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira