Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. mars 2011 20:47 Ryan Amaroso. Mynd/Vilhelm Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira