Webber á heimavelli í fyrsta mótinu og meistarinn Vettel spenntur að keppa á ný 18. mars 2011 16:23 Mark Webber og Sebastian Vettel aka hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira