Körfubolti

Teitur: Getum gert miklu betur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm
„Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld.

„Ég er auðvitað hundfúll því að við spiluðum ekki nógu vel í kvöld. Við getum bætt okkar leik á mörgum sviðum og nú fáum við tvo daga til að gera það áður en næsti leikur kemur,“ bætti hann við.

„Við vorum aðeins á hælunum í varnarleiknum í kvöld og vorum að klikka á ákveðnum færslum sem gerði það að verkum að þeir fengu galopin skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir voru duglegir að nýta sér það og skoruðu átján stig þaðan bara í fyrsta leikhlutanum.“

„Þá vorum við strax byrjaðir að elta og það dró tennurnar aðeins úr okkur. Þetta gaf þeim sjálfstraust. Við náðum þó að halda í við þá þó svo að við hefðum ekki verið að spila vel. Það er kannski það eina sem manni líður vel yfir - að vita að við getum gert svo miklu betur þegar við mætum þeim heima á sunnudaginn.“


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Ólafur: Spiluðum betri vörn

Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×