Körfubolti

Kara getur mögulega spilað með KR um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Kara í leik með KR í vetur.
Margrét Kara í leik með KR í vetur. Mynd/Daníel
Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.

Margrét Kara var dæmd fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik lilðanna í síðustu viku.

Körfuknattleiksdeild Hauka sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að stjórn deildarinnar hafi ákveðið að áfrýja dómnum til áfrýjunardómstóls KKÍ.

Samkvæmt heimildum Vísis ríkir sú meginregla að fresta refsingu þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. Þar með væri Margréti Köru leyfilegt að spila með KR þegar að liðið mætir Keflavík í fyrstu leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna á laugardaginn.

Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, staðfestir í samtali við Vísi að verið væri að vinna útbúa þau skjöl sem þarf til að áfrýja málinu og að það verði annað hvort gert í kvöld eða í fyrramálið.

Þá fyrst verður hægt að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir og hvaða áhrif málið hafi á þátttöku Margrétar Köru í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×