Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:15 Wesley Sneijder Mynd/AP Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00