Körfubolti

Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Páll Hermannsson.
Davíð Páll Hermannsson. Mynd/Arnþór
Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson fær þyngstu refsinguna eða þrjá leiki eða einum leik meira en Darko Milosevic hjá KFÍ. Upphaf atviksins má rekja til viðskipta þeirra tveggja en Davíð Páll fær engu að síður einum leik meira í bann. Nebojsa Knezevic hjá KFÍ fær síðan eins leiks bann fyrir sín afskipti af slagsmálunum.

Carl Josey og Ingvar Viktorsson hjá KFÍ og Haukamennirnir Gerald Robinson, Óskar Magnússon og Steinar Aronsson sleppa hinsvegar allir með áminningu. Þeir hlupu allir inn á völlinn til að skilja á milli þeirra Darko og Davíðs Páls.

Niðurstaða Aga- og úrskurðanefndar KKÍ:Agamál nr. 16/2010-2011

„Hinn kærði, Davíð Páll Hermannsson, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011".

„Hinn kærði, Darco Milosevic, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011".

„Hinn kærði, Nebojsa Knezevic, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011".

Carl Josey, Gerald Robinson, Ingvar Viktorsson, Óskar Magnússon og Steinar Aronsson hlutu sömu úrskurðarorð: „Hinn kærði skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×