Stofnandi Idol stjörnleitarinnar ráðinn umboðsmaður Lewis Hamilton 15. mars 2011 14:10 Lewis Hamilton og Nicole Scherzinger, kærasta Hamiltons. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Bretinn Simon Fuller, sem er maðurinn á bakvið Idol stjörnuleitina sem er m.a. sýnd á Stöð 2 og fyrirtæki hans, XIX Entertainment er umboðsaðili fyrir Formúlu 1 ökumanninn Lewis Hamilton. Greint var frá þessu á autosport.com í gær. Fuller er vel þekktur í skemmtanabransanum og fyrirtæki hans sér m.a. um mál David Beckham. Auk þess að sinna Idol er hann einn af mönnunum á bakvið So you think you can dance þættina, sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Þá hefur Fuller verið umboðsmaður margra söngvara, eins og Annie Lennox, Spice Girls, Carrie Underwood, David Cook, Adam Lambert og fleiri. Hamilton hefur verið í fremstu röð í Formúlu 1 síðustu ár og varð meistari árið 2008 með McLaren og var í titilslagnum í fyrra ásamt fjórum öðrum ökumönnum. Faðir Hamiltons, Anthony var lengst af umboðsmaður Hamiltons, en sonurinn vildi breytingar og sá um sín mál sjálfur í fyrra. "Það var mikilvægt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, sem varð að vera rétt fyrir ferill minn og framtíð", sagði Hamilton um nýjan umboðsaðila. "Ég talaði við marga áhugasama aðila, en fannst Simon Fuller og fyrirtæki hans vilja hjálpa mér að verða að betri kappakstursökumanni og með metnað gagnvart framtíð minni. Ég hlakka til að starf með þeim." Margir kannast við að hafa séð nafn Simon Fuller úr Idol þáttunum, en sumir rugla nafni hans þó við Simon Cowell sem var dómari í þáttunum. Um allt annan mann er að ræða. Báðir eru kapparnir breskir eins og Hamilton. "Ég hef hitt Lewis og föður hans nokkrum sinnum og hef fylgst vel með ferli hans í nokkur ár. Ég hef fylgst stoltur með árangri hans með aðdáun, og ótrúlegt að hann vann meistaratitilinn jafn ungur og raun ber vitni",sagði Fuller. "Hann er ekki aðeins einn af fremstu íþróttamönnunum af sinni kynslóð, ég hef trú á því að hann verði einn sá besti í sögunni. Það er heiður að vera við hlið Lewis á spennandi tímapunkti á ferli hans", sagði Fuller. Anthony, faðir Hamiltons kvaðst ánægður með val sonar síns, sem hefði tekið sér góðan tíma að velja sér samstarfsaðila. Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Simon Fuller, sem er maðurinn á bakvið Idol stjörnuleitina sem er m.a. sýnd á Stöð 2 og fyrirtæki hans, XIX Entertainment er umboðsaðili fyrir Formúlu 1 ökumanninn Lewis Hamilton. Greint var frá þessu á autosport.com í gær. Fuller er vel þekktur í skemmtanabransanum og fyrirtæki hans sér m.a. um mál David Beckham. Auk þess að sinna Idol er hann einn af mönnunum á bakvið So you think you can dance þættina, sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Þá hefur Fuller verið umboðsmaður margra söngvara, eins og Annie Lennox, Spice Girls, Carrie Underwood, David Cook, Adam Lambert og fleiri. Hamilton hefur verið í fremstu röð í Formúlu 1 síðustu ár og varð meistari árið 2008 með McLaren og var í titilslagnum í fyrra ásamt fjórum öðrum ökumönnum. Faðir Hamiltons, Anthony var lengst af umboðsmaður Hamiltons, en sonurinn vildi breytingar og sá um sín mál sjálfur í fyrra. "Það var mikilvægt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, sem varð að vera rétt fyrir ferill minn og framtíð", sagði Hamilton um nýjan umboðsaðila. "Ég talaði við marga áhugasama aðila, en fannst Simon Fuller og fyrirtæki hans vilja hjálpa mér að verða að betri kappakstursökumanni og með metnað gagnvart framtíð minni. Ég hlakka til að starf með þeim." Margir kannast við að hafa séð nafn Simon Fuller úr Idol þáttunum, en sumir rugla nafni hans þó við Simon Cowell sem var dómari í þáttunum. Um allt annan mann er að ræða. Báðir eru kapparnir breskir eins og Hamilton. "Ég hef hitt Lewis og föður hans nokkrum sinnum og hef fylgst vel með ferli hans í nokkur ár. Ég hef fylgst stoltur með árangri hans með aðdáun, og ótrúlegt að hann vann meistaratitilinn jafn ungur og raun ber vitni",sagði Fuller. "Hann er ekki aðeins einn af fremstu íþróttamönnunum af sinni kynslóð, ég hef trú á því að hann verði einn sá besti í sögunni. Það er heiður að vera við hlið Lewis á spennandi tímapunkti á ferli hans", sagði Fuller. Anthony, faðir Hamiltons kvaðst ánægður með val sonar síns, sem hefði tekið sér góðan tíma að velja sér samstarfsaðila.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira