Þurfum að vinna báða leikina og treysta á hagstæð úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2011 19:13 Róbert Gunnarsson í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm Eftir tapið stóra í Þýskalandi er ljóst að Ísland þarf nauðsynlega að vinna báða leiki sína sem liðið á eftir í undankeppni EM 2012 í Serbíu og treysta á hagstæð úrslit í viðureign Þýskalands og Austurríkis. Miðað við þær forsendur að Ísland vinni bæði Letta og Austurríki í júní er ljóst að það muni duga Íslandi til að komast á EM - nema að niðurstaðan í leik Þýskalands og Austurríkis í júní verði jafntefli. Þá er Ísland komið upp við vegg og þarf að minnsta kosti átta marka sigur - helst níu - á Austurríki mun duga liðinu til að komast til Serbíu. Útreikningarnir eru flóknir en hafa þarf í huga að allt þetta miðast það við að Ísland vinni báða sína leiki sem eftir eru og að Lettar tapi báðum sínum, sem verður að teljast afar líklegt. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu hér fyrir neðan en aðalatriðið er að Þýskaland og Austurríki geri ekki jafntefli í sínum leik. Þá er Ísland öruggt áfram með því að vinna báða sína leiki í júní.Staðan í dag: 1. Austurríki 7 stig 2. Þýskaland 5 stig 3. Ísland 4 stig 4. Lettland 0 stigLeikir sem eftir eru:8.-9. mars: Lettland - Ísland Austurríki - Þýskaland11.-12. mars: Þýskaland - Lettland Ísland - AusturríkiForsendur: - Ísland vinnur báða sína leiki - Lettland tapar báðum sínum leikjumHvað gerist ef ...... Austurríki vinnur Þýskaland. - Austurríki (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Þýskaland situr eftir með sjö stig.... Þýskaland vinnur Austurríki. - Þýskaland (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Austurríki situr eftir með sjö stig. ... Þýskaland og Austurríki gera jafntefli - Þýskaland, Austurríki og Ísland eru öll með 8 stig. Þá ræðst árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. - Liðin þrjú eru öll með fjögur stig í innbyrðisviðureignum liðanna og mun því markatala ráða endanlegri niðurröðun. - Þýskaland væri sex mörk í plús eftir sigurinn á Íslandi í dag og því öruggt áfram samkvæmt þessari stöðu. - Hvort að Ísland eða Austurríki fer með Þjóðverjum áfram til Serbíu ræðst af því hvernig leikur liðanna fer í Laugardalshöllinni í sumar. En vegna tapsins stóra í Þýskalandi í dag auk þess sem að Austurríki vann fimm marka sigur sigur á Íslandi í haust þarf Ísland að vinna upp sextán marka sveiflu til að komast áfram. - Semsagt, Ísland kemst áfram með minnst átta marka sigri á Austurríki í sumar, annars ekki. Ef átta marka sigur verður niðurstaðan verða Ísland og Austurríki með jafnt markahlutfall og skiptir þá máli hvort liðið hefur skorað fleiri mörk sem er ekki hægt að reikna út nú. Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Eftir tapið stóra í Þýskalandi er ljóst að Ísland þarf nauðsynlega að vinna báða leiki sína sem liðið á eftir í undankeppni EM 2012 í Serbíu og treysta á hagstæð úrslit í viðureign Þýskalands og Austurríkis. Miðað við þær forsendur að Ísland vinni bæði Letta og Austurríki í júní er ljóst að það muni duga Íslandi til að komast á EM - nema að niðurstaðan í leik Þýskalands og Austurríkis í júní verði jafntefli. Þá er Ísland komið upp við vegg og þarf að minnsta kosti átta marka sigur - helst níu - á Austurríki mun duga liðinu til að komast til Serbíu. Útreikningarnir eru flóknir en hafa þarf í huga að allt þetta miðast það við að Ísland vinni báða sína leiki sem eftir eru og að Lettar tapi báðum sínum, sem verður að teljast afar líklegt. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu hér fyrir neðan en aðalatriðið er að Þýskaland og Austurríki geri ekki jafntefli í sínum leik. Þá er Ísland öruggt áfram með því að vinna báða sína leiki í júní.Staðan í dag: 1. Austurríki 7 stig 2. Þýskaland 5 stig 3. Ísland 4 stig 4. Lettland 0 stigLeikir sem eftir eru:8.-9. mars: Lettland - Ísland Austurríki - Þýskaland11.-12. mars: Þýskaland - Lettland Ísland - AusturríkiForsendur: - Ísland vinnur báða sína leiki - Lettland tapar báðum sínum leikjumHvað gerist ef ...... Austurríki vinnur Þýskaland. - Austurríki (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Þýskaland situr eftir með sjö stig.... Þýskaland vinnur Austurríki. - Þýskaland (9 stig) og Ísland (8 stig) komast áfram. Austurríki situr eftir með sjö stig. ... Þýskaland og Austurríki gera jafntefli - Þýskaland, Austurríki og Ísland eru öll með 8 stig. Þá ræðst árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. - Liðin þrjú eru öll með fjögur stig í innbyrðisviðureignum liðanna og mun því markatala ráða endanlegri niðurröðun. - Þýskaland væri sex mörk í plús eftir sigurinn á Íslandi í dag og því öruggt áfram samkvæmt þessari stöðu. - Hvort að Ísland eða Austurríki fer með Þjóðverjum áfram til Serbíu ræðst af því hvernig leikur liðanna fer í Laugardalshöllinni í sumar. En vegna tapsins stóra í Þýskalandi í dag auk þess sem að Austurríki vann fimm marka sigur sigur á Íslandi í haust þarf Ísland að vinna upp sextán marka sveiflu til að komast áfram. - Semsagt, Ísland kemst áfram með minnst átta marka sigri á Austurríki í sumar, annars ekki. Ef átta marka sigur verður niðurstaðan verða Ísland og Austurríki með jafnt markahlutfall og skiptir þá máli hvort liðið hefur skorað fleiri mörk sem er ekki hægt að reikna út nú.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira