Handbolti

Tíu marka sigur Austurríkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Weber.
Robert Weber. Nordic Photos / Bongarts
Austurríki er komið með þriggja stiga forystu á toppi 5. riðils í undankeppni EM 2012, þeim sama og Ísland er í.

Austurríki vann í gærkvöldi tíu marka sigur á Lettlandi, 34-24, á heimavelli. Staðan í hálfleik var 18-10 en markahæstir í liði Austurríkis voru þeir Robert Weber og Konny Wilczynski með sex mörk hvor en þeir eru báðir hornamenn.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en getur minnkað forystu Austurríkis aftur í eitt stig með sigri á Þýskalandi á útivelli í dag.

Þýskaland væri þó ekki úr leik þó svo að liðið myndi tapa í dag en væri vissulega í slæmum málum. Þjóðverjar þyrftu þá að vinna báða þá leiki sem liðið á eftir og treysta á að Ísland vinni Austurríki á heimavelli í sumar.

Í 7. riðli náðu Danir að hefna fyrir tapið í Rússlandi fyrr í vikunni er liðin mættust aftur í Danmörku í gær. Danir unnu þá sjö marka sigur, 36-29, og eru bæði lið efst og jöfn í riðlinum með sex stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×