Schumacher: Bíllinn þróaður skref fyrir skref 11. mars 2011 17:38 Michael Schumacher á frumsýningu Mercedes á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma. Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur. "Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes. "Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun. Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar. "Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira