Golf

Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.
Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans. Getty Images
Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.

Gríðarlegur fjöldi fylgdi hinsvegar þeim Tiger Woods, Phil Mickelson og Graeme McDowell.  Blaðamaður ESPN sem fylgdist með þeim Martin Kaymer, Lee Westwood og Luke Donald segir í grein sinni að 58 manns hafi fylgt þeim við sjöundu flöt.

Lee Westwood, sem er annar í röðinn á heimslistanum, segir í viðtali við ESPN að það komi ekki á óvart að bandarískir áhorfendur hafi ekki áhuga á að fylgjast með tveimur Englendingum og Þjóðverja.  Þeir félagar kunnu samt sem áður vel við sig í „skugganum“ og þeir léku vel á meðan það ekki ekki eins vel hjá þeim Woods, Mickelson og Donald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×