Körfubolti

Brenton lék með Njarðvík í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brenton Joe Birmingham í Njarðvíkurbúningnum.
Brenton Joe Birmingham í Njarðvíkurbúningnum.
Brenton Joe Birmingham, tók skóna ofan af hillunni, og lék með Njarðvík í 96-84 sigri á Tindastól í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Brenton skoraði 14 stig á tæpum þrettán mínútum í leiknum og þær unnu Njarðvíkingar með 13 stiga mun.

Brenton lék síðast með Grindavík á síðasta tímabili en hann spriklaði með b-liði Njarðvíkur í bikarnum fyrr í vetur. Hann ætlar sér að klára ferillinn með Njarðvík en þar spilaði hann fyrst veturinn 1998-1999. Brenton varð Íslandsmeistari með Njarðvík 2001, 2002 og 2006.

Friðrik Ragnarsson er annar þjálfara Njarðvíkur en Brenton lék undir hans stjórn síðustu árin sín hjá Grindavík.

Brenton var allt í öllu þær 13 mínútur sem hann spilaði því auk stiganna fjórtán var hann með 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 3 fiskaðar villur. Brenton setti meðal annars niður 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×