Icesave-kynningarnefndin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. mars 2011 05:45 Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar