Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 16:49 Teitur Örlygsson. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22