Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 16:22 Ingi Þór Steinþórsson. Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Ryan Amoroso, leikmaður Snæfells, vildi ekki taka í hönd Teits eftir leikinn og var ansi heitt í mönnum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði eftir leikinn að þroskastiga ákveðinna manna væri ekki mjög hátt og var þar augljóslega að vísa í Teit. Teitur virtist vera hissa á hegðun Amoroso og sagði að honum hefði greinilega fundist ógeðslegt að heilsa sér og þakka fyrir leikinn. Teitur sagðist ekki vera par sáttur við það. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í dag að það hefði verið ástæða fyrir því að Amoroso neitaði að taka í hönd Teits. "Teitur var að gjamma að leikmönnum mínum meðan á leik stóð. Það ekki í fyrsta skipti því hann gerði það sama líka í deildarkeppninni. Það fór illa í Ryan og þess vegna vildi hann ekki heilsa honum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að menn neita að takast í hendur eftir leik," sagði Ingi Þór sem er á leið í bæinn en annar leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld. Ingi Þór segist ekki vera hrifinn af þessari aðferð Teits en ætlar ekki að láta hana fara í taugarnar á sér. "Mér finnst það ekki viðeigandi að menn hagi sér svona. Við erum annars ekkert að hugsa um Teit og hann mætti þess vegna vera nakinn hinum megin. Það myndi ekki trufla mig," sagði Ingi ákveðinn. Hólmarar mæta nokkuð lemstraðir í Garðabæinn í kvöld en tveir leikmanna liðsins fengu opna skurði í fyrsta leiknum sem þurfti að sauma. Sean Burton fékk skurð inn í munninum en Jón Ólafur Jónsson fékk skurð á höfuðið. Sauma þurfti nokkur spor í báðum tilvikum. "Þeir eru samt klárir og þetta er ekkert til að tala um. Við ætlum bara að einbeita okkur að körfubolta og því að vinna þennan leik í kvöld. Við erum að fíla það að vera í úrslitakeppninni og það er mikið eftir af þessari seríu," sagði Ingi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Ryan Amoroso, leikmaður Snæfells, vildi ekki taka í hönd Teits eftir leikinn og var ansi heitt í mönnum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði eftir leikinn að þroskastiga ákveðinna manna væri ekki mjög hátt og var þar augljóslega að vísa í Teit. Teitur virtist vera hissa á hegðun Amoroso og sagði að honum hefði greinilega fundist ógeðslegt að heilsa sér og þakka fyrir leikinn. Teitur sagðist ekki vera par sáttur við það. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í dag að það hefði verið ástæða fyrir því að Amoroso neitaði að taka í hönd Teits. "Teitur var að gjamma að leikmönnum mínum meðan á leik stóð. Það ekki í fyrsta skipti því hann gerði það sama líka í deildarkeppninni. Það fór illa í Ryan og þess vegna vildi hann ekki heilsa honum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að menn neita að takast í hendur eftir leik," sagði Ingi Þór sem er á leið í bæinn en annar leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld. Ingi Þór segist ekki vera hrifinn af þessari aðferð Teits en ætlar ekki að láta hana fara í taugarnar á sér. "Mér finnst það ekki viðeigandi að menn hagi sér svona. Við erum annars ekkert að hugsa um Teit og hann mætti þess vegna vera nakinn hinum megin. Það myndi ekki trufla mig," sagði Ingi ákveðinn. Hólmarar mæta nokkuð lemstraðir í Garðabæinn í kvöld en tveir leikmanna liðsins fengu opna skurði í fyrsta leiknum sem þurfti að sauma. Sean Burton fékk skurð inn í munninum en Jón Ólafur Jónsson fékk skurð á höfuðið. Sauma þurfti nokkur spor í báðum tilvikum. "Þeir eru samt klárir og þetta er ekkert til að tala um. Við ætlum bara að einbeita okkur að körfubolta og því að vinna þennan leik í kvöld. Við erum að fíla það að vera í úrslitakeppninni og það er mikið eftir af þessari seríu," sagði Ingi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36