Handbolti

Valur lagði Aftureldingu og jafntefli á Selfossi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valur og Selfoss voru í eldlínunni í kvöld.
Valur og Selfoss voru í eldlínunni í kvöld.
Valur eygir enn smá von um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla eftir nauman heimasigur á Aftureldingu í kvöld.

Það þarf reyndar ansi margt að ganga upp svo það gangi eftir en Valsmenn munu eflaust berjast allt til enda.

Selfoss er síðan að bíta frá sér á heimavelli en liðið náði jafntefli gegn  FH í kvöld. Selfoss og Afturelding með jafnmörg stig í botnsætum deildarinnar.

Úrslit:

Valur-Afturelding   28-26

Mörk Vals: Sturla Ásgeirsson 8, Ernir Hrafn Arnarson 4, Valdimar Fannar Þórsson 4, Anton Rúnarsson 4, Orri Freyr Gíslason 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Hjálmar Þór Arnarson 2, Fannar Þorbjörnsson 2.

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 6, Bjarni Aron Þórðarson 4, Arnar Freyr Theodórsson 4, Hrafn Ingvarsson 3, Þrándur Gíslason 3, Sverrir Hermannsson 2, Ásgeir Jónsson 2, Jóhann Jóhannsson 1, Reynir Árnason 1.

Selfoss-FH  30-30

Mörk Selfoss:  Ragnar Jóhannsson 10, Atli Kristinsson 6, Guðjón Finnur Drengsson 4, Einar Héðinsson 4, Anrius Zigelis 2, Helgi Héðinsson 2, Milan Ivancev 1, Atli Hjörvar Einarsson 1.

Mörk FH: Ólafur Andrés Guðmundsson 9, Ólafur Gústafsson 6, Ásbjörn Friðriksson 4, Baldvin Þorsteinsson 4, Örn Ingi Bjarkason 4, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×