Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu 28. mars 2011 15:01 Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið. Icesave Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið.
Icesave Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira