Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 14:15 Fannar á von á hörkuleik í kvöld en lofar að hann muni hvergi gefa eftir. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira