Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 13:00 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Daníel Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira