Vettel hóf titilvörnina með sigri 27. mars 2011 09:35 Sebastian Vettell náði strax forystu í mótinu í Melbourne og lét hana ekki af hendi í lokin. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira