Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga 25. mars 2011 11:14 Ólína Þorvaðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. Teigsskógur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína.
Teigsskógur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira