Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2011 14:45 Glæstur ferill Braford á Íslandi endaði á bekknum þar sem hann átti afar erfitt með sig. Mynd/Valli Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar." Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar."
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira