Handbolti

Ingvar og Jónas dæma í úrslitakeppninni í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskir handboltadómararar og eftirlitsmenn verða næstu daga og vikur í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma meðal annars í úrslitakeppninni í Katar og Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma Meistaradeildarleik hjá Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru mættir til Sviss þar sem þeir dæma leik Kadetten Schaffhausen og Montpellier Agglomeration HB í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eftirlitsmaður á leiknum verður Gunnar K. Gunnarsson.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson verða annað dómaraparið á riðli 7 í undankeppni kvenna u-17 ára liða fyrir EM en liðin sem taka þátt eru Rússland, Makedónía, Svartfjallaland og Portúgal. Leikið verður í Portúgal um helgina.

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson fara á föstudaginn til Katar og verða þar í tvær vikur á vegum IHF að dæma í úrslitakeppninni þar í landi. Munu þeir dæma annan hvern dag.

Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik HK Drott Halmstad og Temblay en France í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa karla en leikið verður sunnudaginn 25.mars í Svíðþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×