Körfubolti

Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma

Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar
Gunnar fór mikinn á hlíðarlínunni í kvöld - Mynd/Valli
Gunnar fór mikinn á hlíðarlínunni í kvöld - Mynd/Valli
„Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90.



„Núna getum við nagað á okkur handarbakið eftir að hafa misnotað öll þessi vítaskot í lokin á venjulegum leiktíma. Við spiluðum vel í 39 mínútur en það var örlítill einbeitingarskortur í lokin sem kostaði okkur leikinn," sagði Gunnar.



„Við fengum marga möguleika til þess að stinga þá af í leiknum en náðum ekki að nýta okkur það og því fór sem fór. Þetta er að vissu leyti frábær endir á ótrúlegum vetri," sagði Gunnar.



„Það eru samt margir jákvæðir hlutir í gangi í Breiðholtinu og öflugt starf. Við ættum að geta notað þessa reynslu til þess að byggja ofan á,"sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, nokkuð svekktur eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×