Körfubolti

Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild á ný.
Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild á ný.
Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli.

Valsmenn léku síðast í úrvalsdeild árið 2003 og þeir voru með frumkvæðið allan leikinn í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 48-41 og þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og kláruðu leikinn með öruggum sigri sem fyrr segir.

Calvin Wooden skoraði 32 stig fyrir Valsmenn í kvöld og Philip Perre 24 auk þess sem hann tók átta fráköst. Hjá Þórsurum var Óðinn Ásgeirsson stigahæstur með 21 stig en hann tók einnig þrettán fráköst. Dimitar Petrushev og þjálfarinn Konrad Tota voru með sautján stig hvor.

Þór, Akureyri - Valur 74-96 (41-48)Þór Ak.: Óðinn Ásgeirsson 21/13 fráköst, Dimitar Petrushev 17/4 fráköst, Konrad Tota 17/8 fráköst, Ólafur Torfason 12/9 fráköst, Wesley Hsu 3, Hrafn Jóhannesson 2, Benedikt Eggert Pálsson 2.

Valur: Calvin Wooten 32/5 fráköst/7 stoðsendingar, Philip Perre 24/8 fráköst, Sigmar Egilsson 12/4 fráköst, Snorri Páll Sigurðsson 11, Björgvin Rúnar Valentínusson 5/5 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 4, Birgir Björn Pétursson 3, Alexander Dungal 2, Hörður Nikulásson 2, Pétur Þór Jakobsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×